spot_img

Stuttmyndin “Alle mod Kalle” óskar stuðnings

Thor Johnson, íslenskur nemi við Københavns Film & Teaterskole, vinnur að stuttmyndinni Alle mod Kalle ásamt dönskum félögum sínum, þau sækjast eftir stuðningi við verkefnið á Indiegogo.

Söguþræðinum er svo lýst:

Kalle er búin að koma sér í vandræði, hann hefur haldið framhjá Ídu kærustunni sinni með Simone úr skólanum. Hann fór til  læknis og greindist með klamydíu, og nú hefur hann að sjálfsögðu smitað kærustuna sína Ídu.

Í baráttu sinni við að halda sambandinu gangandi án þess að Ída komist að sannleikanum, leitar Kalle til vina sinna Thomas, Markus og Carl. Hann lýsir aðstæðum og segir að hann hafi reynt mismunandi aðferðir til að reyna að fá Ídu til að taka sýklalyf.

Ida sem eru ókunnugt um ástandið er farin að finna fyrir einkennum. Daginn eftir fer Ida sjálf til læknis til að vera skoðuð.

Kalle fer með henni og hefur ákveðið að segja henni sannleikann.

Hjá lækninum bíður hans svolítið óvænt.

Sjá nánar hér: Short film – Alle mod Kalle, Kalle and his story. | Indiegogo

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR