Sjónvarpsþáttaröðin „Fangar“ í tökur á næsta ári

Frá vinstri: Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Nina Dögg Filippusdóttir, Ragnar Bragason, Davíð Óskar Ólafsson, Árni Filippusson.

Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hefur hlotið stuðning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og tökur eru fyrirhugaðar um mitt næsta ár. Framleiðendur eru Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson fyrir Mystery Productions (Á annan veg, Málmhaus, Bakk).

Þáttaröðin fjallar um aðalpersónuna Lindu og hvernig líf hennar hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsi í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn, þekktan mann úr viðskiptalífinu og veitt honum lífshættulega áverka. Í fangelsinu, sem minnir meira á heimavist og er staðsett í blómlegu íbúðarhverfi við hlið leikskóla, hittir Linda fyrir aðrar konur sem hafa farið út af sporinu í lífinu, misharnaða glæpamenn sem allar hafa sögu að segja úr heimi grimmdar og ofbeldis.

Handrit skrifa Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason sem einnig leikstýrir, en þáttaröðin er byggð á hugmynd Unnar Aspar Stefánsdóttur og Nínu Daggar Filippusdóttur.

Þáttaröðin verður frumsýnd á RÚV veturinn 2016/2017.

Sjá nánar hér: Fangar á RÚV | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR