spot_img

Tökur á „Afanum“ að hefjast

Sigurður Sigurjónsson er Afinn.
Sigurður Sigurjónsson er Afinn.

Tökur hefjast á morgun laugardag á kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, Afinn. Áætlað er að þær standi til 15. apríl.Verkið er byggt á samnefndu leikriti Bjarna Hauks sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið.

Afinn segir frá Guðjóni sem hefur lifað öruggu lífi. Allt í einu blasir eftirlaunaaldurinn við honum á sama tíma og erfiðleikar koma upp í hjónabandinu. Framleiðendur kalla verkið „dramatíska en jafnframt mjög fyndna sögu um mann á miklum tímamótum sem reynir að komast að tilgangi lífsins.“

Með helstu hlutverk fara Sigurður Sigurjónsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Steindi Jr, Jón Gnarr jr, Þorsteinn Bachmann og Steinn Ármann Magnússon.

Bjarni Haukur Þórsson og Ólafur Egill Egilsson skrifa handritið. Bjarni Haukur framleiðir einnig ásamt Ingvari Þórðarsyni.

Tökumaður er Jóhann Máni Jóhannsson (Órói, Vonarstræti) og aðstoðarleikstjóri Davíð Óskar Ólafsson. Ragna Fossberg sér um förðun og Atli Geir Grétarsson hannar leikmynd. Árni Gústafsson sér um hljóð og Frank Hall semur tónlist.

Myndin verður tekin upp í Reykjavík, Stykkishólmi og á Spáni.

Frumsýning er áætluð 26. september næstkomandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR