HeimEfnisorðBrot - The Valhalla Murders

Brot - The Valhalla Murders

Þóra Hilmarsdóttir meðal leikstjóra breskrar þáttaraðar

Leik­stjór­inn Þóra Hilm­ars­dótt­ir leik­stýr­ir um þess­ar mund­ir bresku þátt­un­um The Ris­ing. Þætt­irn­ir eru fram­leidd­ir af Sky Studi­os. Þóra leik­stýrði tveim­ur þátt­um af Broti og ein­um þætti af Net­flix-þáttaröðinni Kötlu sem er vænt­an­leg 17. júní.

Innlendur bíó- og sjónvarpsannáll 2020

Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.

Fréttablaðið um BROT: Gengið út í hléi

"Spennulausir og klisjukenndir spennuþættir sem valda margþættum vonbrigðum og vekja miklu frekar furðu en áhuga á persónum og leikendum," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið um glæpaseríuna Brot sem nú er sýnd á RÚV.

Þórður Pálsson ræðir um „Brot“

Þórður Pálsson ræðir við Fréttablaðið um þáttaröðina Brot sem hann er upphafsmaður að. Þættirnir eru nú í sýningum á RÚV en verða aðgengilegir á Netflix í mars.

[Stikla] Þáttaröðin „Brot“ hefst á RÚV 26. desember

Stikla spennuþáttaraðarinnar Brot (The Valhalla Murders) í leikstjórn Þórðar Pálssonar, Davíðs Óskars Ólafssonar og Þóru Hilmarsdóttur, hefur verið opinberuð. Þættirnir, sem eru alls átta talsins, hefja göngu sína 26. desember á RÚV.

„The Valhalla Murders“ og „Hvítur, hvítur dagur“ fá stuðning frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin The Valhalla Murders í leikstjórn Þórðar Pálssonar og bíómyndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar fengu styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Tökur á báðum verkum eru fyrirhugaðar í haust.

Fjórar væntanlegar íslenskar þáttaraðir kynntar á Scandinavian Screening 6.-8. júní

Kaupstefnan Scandinavian Screening er haldin á Íslandi í fyrsta sinn dagana 6.-8. júní. Þar koma saman stærstu kaupendur sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum til að kynna sér og festa kaup á norrænu sjónvarpsefni. Alls verða 30 verkefni kynnt á kaupstefnunni og þar af fjórar innlendar þáttaraðir sem nú eru í undirbúningi.

Þáttaröð um raðmorðingja í Reykjavík í undirbúningi

Þáttaröðin The Valhalla Murders er nú í undirbúningi en stefnt er að sýningum veturinn 2018 á RÚV. Þættirnir fjalla um raðmorðingja í Reykjavík og tvinnast  einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókn málsins saman við. Vísir fjallar um málið og ræðir við leikstjóra og handritshöfund þáttanna, Þórð Pálsson.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR