Heim Sjónvarp Þórður Pálsson ræðir um "Brot"

Þórður Pálsson ræðir um „Brot“

-

Þórður Pálsson.

Þórður Pálsson ræðir við Fréttablaðið um þáttaröðina Brot sem hann er upphafsmaður að. Þættirnir eru nú í sýningum á RÚV en verða aðgengilegir á Netflix í mars.

Í viðtalinu kemur meðal annars fram eftirfarandi:

„Næsta febrúar eru fjögur ár síðan ég byrjaði að leika mér með þessa hug­mynd. Þá var ég ný­út­skrifaður úr meistara­námi við National Film and Televi­son School í Bret­landi og ég hugsaði: Hvað næst?“ segir Þórður í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann segir það gríðar­lega erfitt að stimpla sig inn í bransann sem nýr leik­stjóri og bendir á að í raun sé eina leið nýrra leikstjóra inn í bransann að skapa sér verkefni sjálfir.

„Ég kom til Ís­lands sumarið eftir út­skrift og fer á fund með Tru­enorth fram­leiðslu­fyrir­tækinu og hitti meðal annars Leif [inn­skot blaða­manns: Leifur Dag­finns­son, stjórnar­for­maður Tru­enorth] og kynnti fyrir þeim hug­myndina. Þeim leist vel á þetta og vildu skoða verkið nánar og þá fór boltinn að rúlla.“

Eftir að Þórður fangaði at­hygli Tru­enorth fóru fleiri, bæði hér heima og erlendis, að sýna verk­efninu á­huga Þá hófst hand­rits­vinna með Margréti Örn­ólfs­dóttur og Óttari M. Norð­fjörð en aðrir sem komu að hand­ritas­krifum voru Mikael Torfa­son og Otto Geir Borg. Þóra Hilmars­dóttir leik­stýrir tveimur þáttum, Davíð Óskar Ólafs­son leik­stýrir tveimur og fram­leiðir og Þórður leik­stýrir fjórum.

„Ég hélt að ef ég yrði heppinn myndi ég kannski ná að gera ein­hverja ódýra, litla ís­lenska kvik­mynd. Það er nógu erfitt,“ heldur Þórður áfram.

„Maður sér að fólk er í basli hér heima að koma sér á fram­færi og meiri­hluti lista­manna á sjálf­stæðu senunni er að fjár­magna eigin verk­efni. Það er alltaf erfiðast að fá fólk til að trúa á þig.

Ég var bara ó­trú­lega heppinn að Kristinn Þórðar­son og Davíð Óskar Ólafs­son höfðu trú á mér. Ég mun alltaf vera ó­trú­lega þakk­látur þeim fyrir að segja já við ný­út­skrifaðan leik­stjóra sem var bara búinn að gera stutt­myndir,“ segir Þórður.

Sjá nánar hér: Tíma­mótabrot í ís­lenskri þátta­gerðar­sögu

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.