Heim Fréttir Sólrún Ósk Jónsdóttir er útlitshönnuður að BAFTA verðlaunamyndinni "A Love Story", sjáðu...

Sólrún Ósk Jónsdóttir er útlitshönnuður að BAFTA verðlaunamyndinni „A Love Story“, sjáðu myndina hér

-

Sólrún Ósk Jónsdóttir.

Animation stuttmyndin A Love Story er mynd vikunnar á Vimeo en hún er hluti af lokaverkefni hönnuðarins Sólrúnar Óskar Jónsdóttur frá The National Film and Television School í Bretlandi. Myndin, sem er stýrt af Anushka Naanayakkara, hlaut meðal annars BAFTA verðlaunin 2017 sem besta breska hreyfimyndin.

Myndin hefur auk þess unnið til margra verðlauna og viðurkenninga um allan heim.

Sólrún Ósk bendir á að í myndinni er eingöngu notast við ull og önnur efni, en hún sá um hönnun alls umhverfis í kringum persónur en leikstjórinn hannaði fígururnar. Saman gerðu þær svo multiplane glerturninn sérstaklega fyrir myndina.

Sólrún starfar núna hjá hinu kunna animation framleiðslufyrirtæki Aardman Studios í Bristol. Þar vinnur hún sem aðstoðar útlitshönnuður að stuttmynd fyrir Netflix sem heitir Robin Robin  og kemur út 2020. Í þeirri mynd, líkt og A Love Story, er notast við Stop Motion Animation.

A Love Story, sem er um 7 mínútur að lengd, má sjá hér fyrir neðan.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.