“Bókin gefur svo góða innsýn í hið skapandi ferli sem klippivinnan er og Niels lýsir því á mjög persónulegan máta,” segir Yrsa. “Bókinni fylgja einnig hlekkir á dæmi úr myndum sem hann hefur klippt eins og samtöl við leikstjórana. Ég mæli alltaf með þessari bók þegar ég er að kenna.”
Bókina má meðal annars kaupa í Bóksölu stúdenta.