Klipparinn Niels Pagh Andersen spjallar um bók sína ORDER IN CHAOS

Yrsa Roca Fannberg leikstjóri vakti athygli Klapptrés á bókinni Order in Chaos eftir hinn kunna klippara heimildamynda Niels Pagh Andersen (Act of Killing, Look of Silence). Í bókinni ræðir hann um aðferðir sínar og hér má skoða meistaraspjall þar sem hann fer yfir efni bókarinnar.

“Bókin gefur svo góða innsýn í hið skapandi ferli sem klippivinnan er og Niels lýsir því á mjög persónulegan máta,” segir Yrsa. “Bókinni fylgja einnig hlekkir á dæmi úr myndum sem hann hefur klippt eins og samtöl við leikstjórana. Ég mæli alltaf með þessari bók þegar ég er að kenna.”

Bókina má meðal annars kaupa í Bóksölu stúdenta.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR