spot_img

Horfðu á málþingið Kvikmyndaborgin Reykjavík hér

Málþingið Kvikmyndaborgin Reykjavík fór fram á vegum RIFF í gær í Norræna húsinu. Skoða má upptöku frá málþinginu hér.

Þáttakendur eru Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi, Leon Forde blaðamaður sem rannsakað hefur áhrif kvikmynda á komu túrista til viðkomandi staða ( Screen Tourism), Sveinn Birkir Björnsson frá Film in Iceland, Thomas Gammeltoft sem stýrir kvikmyndasjóði í Kaupamannahöfn sem styrkir eingöngu myndir sem teknar eru í borginni, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Kristinn Þórðarson, formaður SÍK, Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum iðnaðarráðherra og Thierry Potok, stjórnarformaður Isold Film and TV Financing og framleiðandi og fyrrum forstjóri Babelsberg kvikmyndaversins í Berlín og MPN kvikmyndaversins í Köln. Umræðum stjórnar Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR