HeimEfnisorðKristinn Þórðarson

Kristinn Þórðarson

Truenorth hyggst opna kvikmyndaver, margt framundan

Á vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er rætt við Leif Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North um framtíðarplön fyrirtækisins, sem hefur margt á prjónunum.

Óánægja með fyrirhugaðar breytingar á endurgreiðslukerfinu

Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir fyrir­hugaðar lagabreytingar á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar neikvæðar. Vísir/Fréttablaðið greinir frá.

Hvað með 250 milljón króna vilyrðið?

Hvergi bólar á þeim framlögum til sjóðsins sem vilyrði voru gefin um í Samkomulaginu 2016. Kristinn Þórðarson formaður SÍK segir félagið munu þrýsta á um þessi framlög. Ýmsir kvikmyndagerðarmenn tjá sig um frumvarpið og láta sér fátt um finnast.

Þáttaröð um raðmorðingja í Reykjavík í undirbúningi

Þáttaröðin The Valhalla Murders er nú í undirbúningi en stefnt er að sýningum veturinn 2018 á RÚV. Þættirnir fjalla um raðmorðingja í Reykjavík og tvinnast  einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókn málsins saman við. Vísir fjallar um málið og ræðir við leikstjóra og handritshöfund þáttanna, Þórð Pálsson.

Íslenskan heitasta tungumálið

Truenorth hefur tryggt sér réttinn að sjónvarpsþáttum eftir bókum glæpasagnarithöfundarins Stefáns Mána, sem fjalla um lögreglumanninn Hörð Grímsson. Til stendur að framleiða fleiri en eina seríu og hefjast tökur á næsta eða þarnæsta ári. Fréttatíminn skýrir frá.

SÍK fagnar hækkun endurgreiðslu

Kvikmyndaframleiðendur fagna nýsamþykktu frumvarpi um hækkun á endurgreiðslum í 25% sem taka munu gildi 31. desember næstkomandi.

Kristinn Þórðarson nýr formaður SÍK

Aðalfundur SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, var haldinn fimmtudaginn 26. apríl. Á fundinum var kosinn nýr formaður Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Truenorth. Kristinn tekur við af Hilmari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra GunHill sem hefur gegnt starfi formanns í fjögur ár.

Truenorth undirbýr tvö enskumælandi verkefni

True North vinnur nú að undirbúningi tveggja kvikmynda sem gerðar verða á ensku; annarsvegar The Malaga Prisoner eftir handriti Óskars Jónassonar og Arnaldar Indriðasonar og hinsvegar Keflavik eftir bandaríska leikstjórann Michael G Kehoe.

“Fyrir framan annað fólk” frumsýnd í dag

Rómantíska gamanmyndin Fyrir framan annað fólk er frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum. Óskar Jónasson leikstýrir eftir eigin handriti og Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, en verkið er byggt á leikriti þess síðarnefnda. Kristinn Þórðarson framleiðir fyrir True North.

Truenorth og Mystery snúa bökum saman

True North og Mystery vinna nú saman að þróun átta nýrra kvikmynda, þar á meðal myndar sem byggð er á Geirfinnsmálinu og Óskar Jónasson mun leikstýra.

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn á American Film Market

Bandaríska sendiráðið hefur sent frá sér myndband þar sem fjallað er um þá íslensku kvikmyndagerðarmenn sem tóku þátt í nýafstöðnum American Film Market. Meðal þátttakenda sem koma fram í myndbandinu eru Leifur B. Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North, Konstantín Mikaelsson hjá Senu og Erlingur Jack Guðmundsson hjá Og Films.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR