Óánægja með fyrirhugaðar breytingar á endurgreiðslukerfinu

Kristinn Þórðarson
Kristinn Þórðarson formaður SÍK.

Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir fyrir­hugaðar lagabreytingar á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar neikvæðar. Vísir/Fréttablaðið greinir frá.

Í frétt Vísis/Fréttablaðsins segir m.a.:

„Það er verið að tala um að efla kvikmyndagerð og fá erlend verkefni hingað inn og mér finnst það frekar mikil þversögn við það sem verið er að boða, sem er þak á endurgreiðslurnar,“ segir Kristinn á frettabladid.is.

Lagt er til að þak verði sett á ársgreiðslur einstakra verkefna, en lögum samkvæmt eiga framleiðendur kost á að fá endurgreiddan allt að helming framleiðslukostnaðar hér á landi. Herða á skilyrði til endurgreiðslna og aðeins verður endurgreitt vegna leikinna kvikmynda, leikinna sjónvarpsþátta og heimildarmynda. Þá verður hætt að niðurgreiða spjall- og skemmtiþætti. Þetta sé meðal annars gert til að laða erlenda aðila til landsins.

„Það sem hefur verið jákvætt við þetta kerfi er hvað það er gegnsætt, auðvelt og hraðvirkt. Það er það sem hefur heillað erlenda aðila til þess að koma hingað,“ segir Kristinn. Verði af breytingunum gætu fyrirtæki með stór verkefni þurft að bíða í allt að tíu ár eftir allri endurgreiðslunni. „Auðvitað er það þannig að ef enginn kemur hingað að filma þá þarf ríkið ekki að borga krónu, en við þurfum að átta okkur á því að við fáum þetta margfalt til baka, í formi skatta og virðisauka.“

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR