Kristinn Þórðarson nýr formaður SÍK

Aðalfundur SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, var haldinn fimmtudaginn 26. apríl. Á fundinum var kosinn nýr formaður Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Truenorth. Kristinn tekur við af Hilmari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra GunHill sem hefur gegnt starfi formanns í fjögur ár.

Morgunblaðið skýrir frá:

Í til­kynn­ingu seg­ir að kvik­myndaiðnaður­inn á Íslandi hafi átt mik­illi vel­gengni að fagna und­an­far­in ár og að stjórn SÍK fagni því að mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið hafi fundið leið til að deila út fjár­magni sem lagt hafi verið til hliðar á fjár­lög­um frá ár­inu 2012 þegar ákveðið var að leggja virðis­auka­skatt á miðasölu kvik­mynda og koma til móts við ís­lenska kvik­mynda­gerð með sér­stök­um miðastyrkj­um.

Um er að ræða 105 millj­ón­ir króna sem bíða þess að skipt­ast á fram­leiðend­ur ís­lenskra kvik­mynda. Lög þess efn­is voru samþykkt í mars síðastliðnum og var reglu­gerð um fram­kvæmd­ina samþykkt sama dag og aðal­fund­ur SÍK var hald­inn.

Fagna fyr­ir­hugaðri hækk­un á end­ur­greiðslu

Þá tel­ur stjórn SÍK það mikið fagnaðarefni að fyr­ir liggi frum­varp um hækk­un end­ur­greiðslu­hlut­falls í kvik­myndaiðnaði úr 20% í 25%. „Ef að lík­um læt­ur verða þau lög samþykkt inn­an skamms enda eru end­ur­greiðslur lyk­il­atriði í þeim lönd­um sem sækj­ast eft­ir því að laða til sín er­lenda kvik­mynda­fram­leiðend­ur,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Eft­ir­far­andi álykt­un SÍK var samþykkt á aðal­fund­in­um:

„Aðal­fund­ur SÍK – Sam­bands ís­lenskra kvik­mynda­fram­leiðenda hvet­ur mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra til að ljúka gerð nýs sam­komu­lags um stefnu­mörk­un fyr­ir ís­lenska kvik­mynda­gerð og ís­lenska kvik­mynda­menn­ingu til næstu fimm ára.“

Sjá nánar hér: Kristinn nýr formaður SÍK

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR