„Andlit norðursins“ verðlaunuð í Úkraínu

Heimildamyndin Andlit norðursins eftir Magnús Viðar Sigurðsson, sem fjallar um Ragnar Axelsson ljósmyndara og feril hans, fékk aðalverðlaunin á kvikmyndahátíð í Úkraínu, Poltava Film Festival.

Kvik­mynda­hátíðin er ný ís­lensk-úkraínsk hátíð í borg­inni Polta­va og stend­ur Ein­ar Þór Gunn­laugs­son kvik­mynda­gerðarmaður að henni ásamt Úkraínu­mönn­um. Sýnd­ar voru sjö gaml­ar og nýj­ar ís­lensk­ar kvik­mynd­ir og nokkr­ar úkraínsk­ar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR