Baltasar: Vill taka Hollywood til Íslands

Baltasar Kormákur (Mynd: mbl.is).

Baltasar Kormákur er í viðtali við mbl.is um fyrirhugað kvikmyndaver í Gufunesi.

Segir á mbl.is:

„Fólk er oft að spyrja mig af hverju ég er ekki úti í Hollywood en ég segi þá bara að mig langi að taka Hollywood hingað, og það góða af því,“ seg­ir Baltas­ar Kor­mák­ur, en borg­ar­ráð samþykkti á dög­un­um að selja fram­leiðslu­fyr­ir­tæki hans, RVK-studi­os, fjór­ar fast­eign­ir í Gufu­nesi. Von­ast Baltas­ar til þess að kvik­mynda­miðstöð verði byggð þar upp á næstu árum.

Fyr­ir­tækið hyggst reisa kvik­mynda­ver á svæðinu og greiðir rúma 301 millj­ón fyr­ir fast­eign­irn­ar. Um­rædd­ar eign­ir til­heyrðu Áburðar­verk­smiðjunni og telja rúm­lega átta þúsund fer­metra. Fyr­ir­tækið mun greiða tæp­ar tvær millj­ón­ir á ári vegna vil­yrðis um 19.200 fer­metra svæði aust­an bygg­ing­anna.

Gæti orðið að miðstöð ís­lenskra kvik­mynda

Baltas­ar seg­ir það hafa verið lengi í skoðun að byggja kvik­mynda­ver hér á landi og reikn­ar með því að af­hend­ing fari fram í lok júlí eða byrj­un ág­úst, þegar búið verði að hreinsa svæðið, en Gáma­fé­lagið hef­ur haft það til af­nota. Þá verður hægt að hefjast handa við að reisa kvik­mynda­ver og von­ast Baltas­ar til að það verði komið í gagnið í byrj­un næsta árs. Einnig verða á svæðinu höfuðstöðvar kvik­mynda­vers­ins, en lengri tíma tek­ur að reisa það, að sögn leik­stjór­ans.

Vil­yrði hef­ur verið gefið fyr­ir stærra landi í Gufu­nesi en fyrst þarf það að fara í deili­skipu­lag. Baltas­ar seg­ist sjá fyr­ir sér að höfuðstöðvar RVK-studi­os verði í stöðvar­hús­inu á svæðinu og kvik­mynda­verið verði í skemm­unni. „Von­andi get­um við reist þar fjölþætt­ari starf­semi og við erum að fara að þróa þær hug­mynd­ir sem tengj­ast kvik­myndaiðnaðinum. Ef allt geng­ur upp get­ur þarna orðið miðstöð ís­lenskra kvik­mynda,“ seg­ir hann og bend­ir á að marg­ir mögu­leik­ar bjóðist á svæðinu.

Hann seg­ir afar mik­il­vægt að byggja upp góða kvik­myndaaðstöðu á Íslandi, bæði fyr­ir inn­lenda og er­lenda kvik­mynda­gerðar­menn. Á Alþingi ligg­i fyr­ir hækk­un á end­ur­greiðslunni, sem sé mik­il­vægt svo að Ísland sé í sömu stöðu og ná­grannaþjóðirn­ar. Þá seg­ir hann að Ófærð 2 gæti orðið eitt af fyrstu verk­efn­un­um sem tekið verður upp í nýja kvik­mynda­ver­inu.

„Maður verður að leyfa sér að dreyma til að ná þangað“

Eins og kunn­ugt er hef­ur Baltas­ar Kor­mák­ur leik­stýrt kvik­mynd­um í Hollywood á borð við Contraband og Ev­erest auk þess sem hann vinn­ur nú að stór­mynd­inni The Vik­ing. Hann seg­ir þó að þrátt fyr­ir að tæki­fær­in séu mörg vest­an­hafs þá sé draum­ur hans að byggja upp kvik­myndaiðnaðinn á Íslandi.

„Fyr­ir mér hef­ur þetta allt dýpri teng­ingu ef ég geri þetta hérna,“ seg­ir hann. „Fólk er oft að spyrja mig af hverju ég er ekki úti í Hollywood en ég segi þá bara að mig langi að taka Hollywood hingað, og það góða af því.“

Þrátt fyr­ir að ein­hverj­um þyki það kannski ekki raun­hæf­ur kost­ur að byggja stórt kvik­mynda­ver hér á landi er Baltas­ar full­ur bjart­sýni og slær á all­ar gagn­rýn­isradd­ir. „Það hefðu ekki marg­ir hlustað á mig ef ég hefði sagt þegar ég var í Þing­hóls­skóla í Kópa­vogi að ég ætlaði að leik­stýra Denzel Washingt­on. Þau hefðu sent mig beint á Klepp. En maður verður að leyfa sér að dreyma til að ná þangað. Það get­ur vel verið að ég reyn­ist hafa rangt fyr­ir mér og aðrir rétt en ég reyndi þá alla vega.“

Sjá nánar hér: Vill taka Hollywood til Íslands – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR