HeimEfnisorðEinar Þór Gunnlaugsson

Einar Þór Gunnlaugsson

[Stikla] Verkföll kennara í brennidepli heimildamyndarinnar ENDURGJÖF

Heimildamyndin Endurgjöf eftir Einar Þór  Gunnlaugsson fer í almennar sýningar 1. nóvember næstkomandi í Bíó Paradís. Myndin segir frá kennaraverkföllum á Íslandi frá 1977 til 1995.

Spurt og svarað sýning á heimildamyndinni KORTER YFIR SJÖ

Sérstök sýning á heimildarmyndinni Korter yfir sjö verður laugardaginn 23. október kl. 15 í Bíó Paradís, þar sem rætt verður um myndina eftir sýningu.

Heimildamynd um verkfallið 1955 í vinnslu

Heimildamyndin Korter yfir sjö, um eitt hið lengsta og harðvítugasta verkfall í sögu landsins, verkfall 12 verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu 1955, er nú í undirbúningi. Passport miðlun framleiðir.

[Kitla] Heimildamyndin „Ljósmál“ frumsýnd 9. nóvember

Heimildamyndin Ljósmál eftir Einar Þór Gunnlaugsson verður frumsýnd í Bíó Paradís 9. nóvember, en almennar sýningar hefjast daginn eftir. Myndin er um sögu vita á Íslandi.

Heimildamyndin „Mirgorod, í leit að vatnssopa“ verðlaunuð á Indlandi

Mirgorod, í leit að vatnssopa eftir Einar Þór Gunnlaugsson hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn heimildamyndar á Global India International Film Festival sem fram fór í mars síðastliðnum. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar og jafnframt fyrsta hátíðin sem myndin er sýnd á.

[Stikla] Heimildamyndin „Mirgorod, in search for a sip of water“ sýnd í lok janúar

Einar Þór Gunnlaugsson sýnir heimildamynd sína Mirgorod, in search for a sip of water í Bíó Paradís dagana 27.-28. janúar næstkomandi. Myndin, sem er 50 mínútur, lýsir sögu og andrúmslofti þessarar úkraínsku borgar.

[Kitla] „Ljósmál“

Kitla heimildamyndarinnar Ljósmál hefur verið opinberuð og má sjá hér. Myndin fjallar um sögu vita á Íslandi og er stjórnað af Einari Þór Gunnlaugssyni. Dúi J. Landmark er framleiðandi og Kristján Sveinsson skrifar handrit. Von er á myndinni í haust.

„Andlit norðursins“ verðlaunuð í Úkraínu

Heimildamyndin Andlit norðursins eftir Magnús Viðar Sigurðsson, sem fjallar um Ragnar Axelsson ljósmyndara og feril hans, fékk aðalverðlaunin á kvikmyndahátíð í Úkraínu, Poltava Film Festival.

Íslenskar heimildamyndir á nýrri hátíð í Úkraínu

Sjö íslenskar heimildarmyndir verða sýndar á Poltava Film Festival sem fram fer dagana 26. til 29. maí n.k. í Úkraínu. Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður er einn aðstandenda hátíðarinnar.

Heimildamynd um sögu íslenskra vita í vinnslu

Ljósmál ehf. vinnur um þessar mundir að gerð heimildamyndar um sögu íslenskra vita. Myndin er unnin í samstarfi við hið Íslenska vitafélag með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Kvikmyndarstjóri er Einar Þór Gunnlaugsson og Dúi J. Landmark framleiðir ásamt Sigurbjörgu Árnadóttur. Handritshöfundur er Kristján Sveinsson sagnfræðingur. Á meðal bakhjarla myndarinnar eru einnig RÚV og Vegagerðin.

Einar Þór Gunnlaugsson gagnrýnir skrif Ágústs H. Einarssonar um hagræn áhrif kvikmynda

Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri, sem einnig hefur lokið meistaranámi í menningarstjórnun, leggur á Fésbókarsíðu sinni útaf viðtali við Ágúst H. Einarsson prófessor í þættinum Samfélagið á Rás 1 RÚV þar sem Ágúst ræðir meðal annars um Björk Guðmundsdóttur og segir gríðarleg verðmæti fólgin í menningu, margir listamenn séu vel metnir í útlöndum og það beri að nýta. Viðtalið við Ágúst má hlusta á hér. Einar er gagnrýninn á verk Ágústar sem meðal annars hefur skrifað bók um Hagræn áhrif kvikmyndalistar og lesa má hér.

Einar Þór frá Íslandi til Úkraínu

Einar Þór Gunnlaugsson vinnur nú að heimildamyndinni Mirgorod sem segir frá lífinu í samnefndri smáborg í Úkraínu. Myndina vinnur hann með úkraínska myndlistarmanninum Oleg Mingalev og er stuðnings við verkefnið leitað á Karolina Fund.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR