spot_img

Hlynur Pálmason vinnur aðalverðlaun CPH:PIX fyrir “Vetrarbræður”, myndin fær afbragðs dóma

Hlynur Pálmason.

Hlynur Pálmason hlaut rétt í þessu aðalverðlaun CPH:PIX hátíðarinnar í Kaupmannahöfn fyrir frumraun sína Vetrarbræður. 11 upprennandi leikstjórar voru tilnefndir, en verðlaunin nema sex þúsund evrum, um 743 þúsund krónum. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Myndin hefur fengið afbragðs dóma í dönskum miðlum.

Í umsögn dómnefndar segir:

We are delighted to award the New Talent Grand PIX to a filmmaker, who’s confident and daring use of image and sound captivated our senses completely. We were excited by the choices this filmmaker made in every regard, from casting to costumes, colour and production design. – We eagerly await his next work. The New Talent Grand PIX goes to Hlynur Pálmason for ‘Winter Brothers’

Myndin hefur fengið afbragðs viðbrögð í dönskum fjölmiðlum. Gagnrýnandi Soundvenue dregur hvergi af sér og segir meðal annars í sex stjörnu dómi:

Á hátíðum eins CPH:PIX þar sem hundruðir titla eru í boði, er maður alltaf að leita að myndinni sem maður yrði afar pirraður að missa af. Vetrarbræður er sú mynd.

Politiken gefur henni fimm stjörnur af sex (aðeins er hægt að lesa upphaf greinar vegna greiðslugáttar).

Sjá nánar hér: Hlynur Pálmason wins top prize at CPH PIX

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR