Edduverðlaun veitt í skugga boðaðs niðurskurðar

Edduverðlaunin verða afhent á sunnudagskvöld í beinni útsendingu RÚV frá Háskólabíói. Rúm þrjú ár eru liðin síðan verðlaunin voru síðast veitt á opinberri samkomu. Ljóst er að hljóðið er þungt í kvikmyndabransanum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar Kvikmyndasjóðs og ekki ólíklegt að hátíðin muni bera þess merki.

Útsendingin hefst kl. 19:45 og mun standa í rúma tvo tíma.

Tilnefningar má skoða hér.

Það er Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían sem stendur fyrir veitingu Edduverðlaunanna.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR