Ragnar um niðurskurðinn: Kallast á við tímabilið eftir hrun

Ragnar Bragason leikstjóri og formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra gerir niðurskurðinn hjá Kvikmyndasjóði að umræðuefni á Fésbókarsíðu sinni.

Ragnar segir:

Ráðist að grunnstoðum og Kvikmyndasjóði slátrað. Þar fuku hin fögru fyrirheit þvert á eigin stefnu núverandi stjórnvalda og kvikmyndavetur í uppsiglingu. Ef fram fer sem horfir, dapurlegt menningarslys sem kallast á við tímabilið eftir hrun.

Og nota bene, fyrir þá sem halda að erlend þjónustuverkefni jafngildi íslenskri kvikmyndagerð: Með fullri virðingu, þetta ágæta verkefni hér að neðan* er ekki kynning á íslenskri menningu eða getur talist slík á neinn hátt. Þarna er Ísland nýtt sem staðgengill fyrir Alaska og allt verður gert til að láta líta þannig út. Auk þess sem engir íslendingar eru í skapandi lykilstöðum. Í heildarsamhenginu gerir eitt stykki Börn náttúrunnar, Hrútar eða Hross í oss margfalt meira fyrir okkur sem land og þjóð heldur en ein svona sería með þeim formerkjum sem henni fylgja. Fyrrnefndar myndir eru mikilvægur partur af Íslandssögunni, sería HBO verður hinsvegar aldrei annað en neðanmálsgrein í fylgiriti.

*Vísir: True Detecti­ve verður stærsta kvik­mynda­verk­efni Ís­lands­sögunnar

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR