spot_img

Laufey um fyrirhugaðan niðurskurð: Kemur sér mjög illa fyrir greinina

Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands ræddi við fréttastofu RÚV í kvöldfréttum útvarps um fyrirhugaðan niðurskurð til Kvikmyndamiðstöðvar.

Segir á vef RÚV:

„Okkur brá nú svolítið, ég verð að segja það. En auðvitað er ekkert fast í hendi fyrr en fjárlög eru samþykkt hverju sinni,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. „Þetta náttúrulega kemur illa við greinina, eða bara mjög illa við greinina, af því að greinin og þeir sem starfa í henni reiða sig á þessi framlög í Kvikmyndasjóð.“

Í kvikmyndastefnu menningarmálaráðherra frá í fyrra, Lilju Alfreðsdóttur, segir að efla eigi Kvikmyndasjóð á komandi árum. Því þykir fjárlagafrumvarpið ganga í berhögg við þessa stefnu.

HEIMILDRÚV
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR