Stjörnustríð og James Bond væntanlegar hingað á árinu?

Frá tökum á Oblivion, við Jarlhettur sumarið 2012.
Frá tökum á Oblivion, við Jarlhettur sumarið 2012.

Tíðindamaður Yahoo Movies fjallar fjálglega um Ísland sem tökustað stórmynda í grein sem birtist fyrir nokkrum dögum.

Birtar eru myndir frá tökustöðum mynda á borð við Prometheus, Oblivion, The Secret Life of Walter Mitty og Game of Thrones. Þá er rætt við Leif B. Dagfinnsson hjá True North sem bendir sérstaklega á fjölbreytni íslensks landslags sem þannig gerir framleiðendum kleift að nota landið fyrir margskonar þarfir.

Þá er og í greininni minnst á orðróm um að nýja Star Wars myndin í leikstjórn J.J. Abrams sé væntanleg hingað í tökur og einnig nýjasta James Bond myndin í leikstjórn Sam Mendez.

Sjá nánar hér: Why Hollywood Studios Can’t Get Enough Of Iceland – Yahoo Movies UK.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR