Um þúsund titlar af íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsefni til sýnis á YouTube síðu

RÁÐHERRANN, þáttur 6: Íslenski draumurinn: Að fúnkera aðeins of vel

Ásgeir H. Ingólfsson fjallar um sjötta þátt Ráðherrans á vef sínum Menningarsmygl.

Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.

Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum "besta alþjóðlega myndin" (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.

Bíó Paradís vinnur að stofnun eigin streymisveitu

Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.

RÁÐHERRANN, þáttur 5: Forsætisráðherrann gegn kerfinu

Ásgeir H. Ingólfsson heldur áfram að skrifa um Ráðherrann og fjallar nú um fimmta þátt á vef sínum Menningarsmygl.

Af YouTube síðu Humperdinkus.
Af YouTube síðu Humperdinkus.

Mikið safn íslenskra kvikmynda og sjónvarpsefnis má finna á YouTube síðu framtakssams einstaklings sem kallar sig Humperdinkus. Þar eru nú tæplega þúsund titlar, lunginn af því sjónvarpsefni úr ýmsum áttum frá síðastliðnum áratugum en einnig fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsseríur.

Má þar nefna Svo á jörðu sem á himni (brot), Karlakórinn Heklu, Fíaskó, Brekkukotsannál, Jón Odd og Jón Bjarna, Hafið, Börn náttúrunnar, Nonna og Manna, Ungfrúna góðu og húsið, Magnús, Fornbókabúðina, Sódómu Reykjavík, Í skugga hrafnsins, Hin helgu vé og sjónvarpsmyndina Laggó.

Sjónvarpefnið er að mestu skemmtiefni úr fórum RÚV, t.d. fjölmörg áramótaskaup og annað, en einnig er mikið af hverskyns heimilda- og fréttaefni.

Efnið er birt í algjöru leyfisleysi en um leið er það nokkurskonar vísbending um hvernig lögleg veita (t.d. að hætti Netflix) gæti litið út.

Sú kvikmynd sem mestra vinsælda nýtur á síðunni er Hin helgu vé Hrafns Gunnlaugssonar, en nú hafa 29.600 manns horft á hana á síðunni.

Humperdinkus segir eftirfarandi á síðu sinni:

Ég á mikið af myndefni á myndböndum sem faðir minn sendi mér eftir að ég flutti til Ástralíu árið 1980. Ég hef mikinn hug á að bjarga sem mestu af því og hlaða inn á YouTube. Ef ég geri það ekki er hætt við að þetta efni glatist fyrir fullt og allt og enginn sjái það framar. Það væri stór skaði, bæði fyrir flytjendur og áhorfendur. Ef þú áhorfandi góður telur þig eiga útgáfurétt á einhverju af því efni sem ég hef hlaðið inn á þessa síðu og ert mótfallinn birtingu á því efni , sendu mér skilaboð um að loka síðunni fyrir almenning, ekkert mál.

Skoða má síðuna hér.

Auk þessarar síðu má finna íslenskt efni víða á YouTube. Má þar t.d. nefna síðu Hrafns Gunnlaugssonar þar sem hann hefur birt nokkur verka sinna.

UPPFÆRT 29.4. kl. 16:11: Svo virðist sem notandinn hafi nú fjarlægt flestar bíómyndirnar og sjónvarpsþáttaraðirnar.

Athugasemdir

álit

SKYLT EFNI:

Lilja Alfreðsdóttir: Jafnrétti haft að leiðarljósi í kvikmyndastefnu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.

Dómnefnd velur Óskarsframlagið í ár

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum "besta alþjóðlega myndin" (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.

Bíó Paradís vinnur að stofnun eigin streymisveitu

Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.

Athugasemdir

álit