Tökur hafnar á „Fyrir framan annað fólk“

Snorri Engilbertsson og Hafdís Helga Helgadóttir fara með aðalhlutverkin í Fyrir framan annað fólk.
Snorri Engilbertsson og Hafdís Helga Helgadóttir fara með aðalhlutverkin í Fyrir framan annað fólk.

Tökur eru hafnar í Reykjavík á bíómynd Óskars Jónassonar Fyrir framan annað fólk. Truenorth framleiðir og með helstu hlutverk fara Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, og Hilmir Snær Guðnason.

Þetta er rómantísk kómedía sem Óskar skrifar ásamt Kristjáni Þórði Hrafnssyni leikskáldi. Sagan er um feiminn náunga sem reynir að sjarmera konu með því að herma eftir yfirmanni sínum. Sambandið lendir á hálum ís þegar eftirhermurnar taka völdin.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR