Óvíst um frekari erlend verkefni á árinu

Tökur á sjöundu Sjörnustríðsmyndinni munu hefjast í maí en alls er óvíst hvort þær fari fram hér á landi, þrátt fyrir viðvarandi orðróm þar að lútandi.
Tökur á sjöundu Sjörnustríðsmyndinni munu hefjast í maí en alls er óvíst hvort þær fari fram hér á landi, þrátt fyrir viðvarandi orðróm þar að lútandi.

Talsmenn Saga film, Pegasus og True North segja ekkert staðfest varðandi erlend kvikmyndaverkefni á árinu en benda þó á að skjótt skipist veður í lofti og að gjarnan taki kvikmyndaverin skyndiákvarðanir um næsta tökustað. Því geti hlutirnir breyst á svipstundu.

Sjónvarpsserían Fortitude verður í tökum hér með hléum fram í júní. Þá er enn í gangi orðrómur um að einhverjar tökur á nýju Star Wars myndinni fari fram hér.

Morgunblaðið fjallar um málið og ræðir við Árna Björn Helgason hjá Saga film, Helgu Margréti Reykdal hjá True North og Lilju Ósk Snorradóttur hjá Pegasus.

Ennfremur er rætt við Einar Tómasson hjá Film in Iceland sem vinnur að því að kynna Ísland sem tökustað fyrir erlendum framleiðendum.

Sjá nánar hér: Engar Hollywood-stjörnur væntanlegar – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR