Tökur að hefjast á annari umferð af „Fortitude“

Fortitude_series_twoTökur á annarri umferð þáttaraðarinnar Fortitude hefjast á Reyðarfirði 2. febrúar. Pegasus þjónustar verkefnið hér á landi.

Fjallað er um málið á vef Fjarðabyggðar:

Undirbúningur fyrir tökur hefur gengið að óskum og hefur Reyðarfjörður óðum verið að taka á sig mynd norska bæjarins Fortitude. Eins og glöggir hafa eflaust tekið eftir hefur liður í þeim undirbúningi verið að taka nður merkingar af byggingum og koma nýjum fyrir þar sem það á við.

Þessi fyrri tökulota sem hefst næstkomandi þriðjudag stendur út febrúarmánuð.

Sjá nánar hér: TÖKUR AÐ HEFJAST Á FORTITUDE

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR