Tónlist Péturs Jónssonar úr „Rétti 3“ gefin út

Rettur_Art_ENS_HeimasidaSmallTónsporið úr sjónvarpsþáttaröðinni Rétti, sem sýnd var á Stöð 2 í lok síðasta árs, hefur nú verið gefið út og er aðgengilegt í gegnum allar helstu alþjóðlegu stafrænu veitur eins og Spotify, iTunes og Amazon. Þættirnir, sem voru samtals 9 talsins, voru framleiddir af Sagafilm í leikstjórn Baldvins Z.

Hlusta má á tónsporið í heild sinni inni á heimasíðu Medialux, sem er tónlistarframleiðslufyrirtækið sem framleiðir tónlistina, en tónlistina samdi Pétur Jónsson, sem framleitt hefur og samið mikið af tónlist í auglýsingar og kvikmyndað efni á síðustu árum. Um er að ræða 18 lög, mörg hver ansi drungaleg og myrk, í anda viðfangsefnis sjónvarpsþáttanna.

Pétur Jónsson tónskáld.
Pétur Jónsson tónskáld.

Lagið ‘Þung eru þau spor’, sem er titillag þáttanna hefur vakið mikla athygli, en lagið er jarðarfararsálmur saminn í kringum upphaf þáttaraðarinnar, þegar ung stúlka finnst látin á sviði Þjóðleikhússins. Lagið, sem ásamt texta er einnig eftir Pétur, er sungið af Sigríði Thorlacius.

Réttur nú á leið í erlenda dreifingu undir nafninu Case, en dreifingarfyrirtækið Red Arrow Entertainment Group hefur tekið þáttaröðina upp á arma sína og mun annast sölu hennar á heimsmarkaði.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR