HeimEfnisorðRéttur 3

Réttur 3

71 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2016

Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.

Baldvin Z ræðir um „Case“

Baldvin Z ræðir við breska vefinn Crimetime um þáttaröðina Case (Réttur 3), nálgunina og hugmyndirnar bakvið verkið. Einnig kemur hann inná framtíðarverkefni og stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð.

[Stikla] Svona kynnir Channel Four „Case“

Sýningar á þáttaröðinni Réttur 3 (Case) hefjast í kvöld á Channel Four. Fyrsti þátturinn er á dagskrá meginrásarinnar en strax í framhaldinu verða allir hinir fáanlegir á All4, VOD-vettvangi stöðvarinnar, þar sem þættirnir eru sýndir í sérstöku slotti, Walter Presents, sem tileinkað er erlendum þáttaröðum.

The Guardian um „Rétt 3“: Ískalt íslenskt glæpadrama

Sýningar á þáttaröðinni Réttur 3 hefjast í Bretlandi 24. janúar. Channel Four sýnir fyrsta þáttinn og um leið verða hinir þættirnir fáanlegir á netinu gegnum VOD vettvang Channel 4, Walter Presents. The Guardian fjallar um þættina og gefur þeim hin bestu meðmæli.

New York Times segir „Rétt 3“ meðal bestu þáttaraða ársins

The New York Times hefur tekið saman lista yfir bestu bandarísku og alþjóðlegu þáttaraðir ársins og er Rétt 3 að finna í síðarnefnda hópnum ásamt með þáttum á borð við Happy Valley, Catastrophe og Gomorrah.

Magnús Jónsson ræðir um „Rétt 3“

Vefurinn Eurodrama ræðir við Magnús Jónsson leikara um hlutverk hans í þáttaröðinni Rétti, hvers þriðja syrpa kallast Case á ensku. Magnús fer yfir hvernig það er að leika þessa hrelldu sál, leikstíl sinn og framtíð íslenskra sjónvarpsþátta.

Innlendur flöskuháls í fjármögnun leikins sjónvarpsefnis

Þáttaröðin Rétt­ur 3 (Case) er aðgengi­leg meira en 50 millj­ón áhorf­end­um Netflix í Banda­ríkj­un­um, Kan­ada, Ástr­al­íu, Nýja Sjálandi og Skandi­nav­íu. Guðný Guðjóns­dótt­ir for­stjóri Sagafilm segir þetta til marks um að íslensk sjónvarpsþáttagerð eigi alla mögu­leika á að fá alþjóðlega sölu og dreif­ingu, en innlend fjármögnun sé flöskuháls.

„Réttur 3“ á Netflix; Eurodrama segir þættina sýna að Ísland sé orðið leiðandi í gerð norrænna spennuþátta

Réttur 3 (Case) í leikstjórn Baldvins Z og eftir handriti Þorleifs Arnarssonar og Andra Óttarssonar, er nú fáanleg á Netflix í Bandaríkjunum og Skandinavíu. Vefurinn Eurodrama skrifar umsögn um þættina og segir þá sennilega merkasta framlag til norræna spennuþáttaformsins síðan Brúin kom út.

„Réttur“ og „Ófærð“ tilnefndar til breskra sjónvarpsverðlauna

Íslensku þáttaraðirnar Réttur og Ófærð eru tilnefndar til C21 International Drama Awards sem fagmiðillinn C21 Media stendur fyrir árlega. Tilnefningarnar eru í flokki leikins efnis á öðrum tungum en ensku, en alls eru átta þáttaraðir tilnefndar í þeim flokki.

„Réttur 3“ sýnd á vegum Channel 4 í Bretlandi

Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 hefur keypt sýningarréttinn að þáttaröðinni Réttur 3 sem Baldvin Z leikstýrði. Þáttaröðin verður sýnd á sérstakri VOD rás stöðvarinnar, Walter Presents, sem sérhæfir sig í þáttaröðum á erlendum tungumálum.

Tónlist Péturs Jónssonar úr „Rétti 3“ gefin út

Tónsporið úr sjónvarpsþáttaröðinni Rétti, sem sýnd var á Stöð 2 í lok síðasta árs, hefur nú verið gefið út og er aðgengilegt í gegnum allar helstu alþjóðlegu stafrænu veitur eins og Spotify, iTunes og Amazon. Þættirnir, sem voru samtals 9 talsins, voru framleiddir af Sagafilm í leikstjórn Baldvins Z.

Steinunn Ólína verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í „Rétti“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vann um nýliðna helgi til FIPA verðlaunanna sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Réttur, sem var nýlega sýnd á Stöð 2. FIPA hátíðin verðlaunar sjónvarpsþætti á hverju ári og fór fram í 29. sinn 19.-24. janúar í Biarritz í Frakklandi.

Sölufyrirtækið Red Arrow selur „Rétt“ á heimsvísu

Þýska sölufyrirtækið Red Arrow International mun annast alþjóðlega sölu á þáttaröðinni Réttur 3 sem Sagafilm framleiðir og Baldvin Z leikstýrir. Sýningum á þáttaröðinni er nýlokið á Stöð 2.

„Réttur 3“ – ný stikla hér

Þriðja umferð af þáttaröðinni Réttur fer í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Baldvin Z leikstýrir þáttunum. Ný stikla hefur verið opinberuð og má sjá hana hér.

Baldvin Z: „Réttur 3“ um persónur frekar en atburði

Um miðjan október hefjast á Stöð 2 sýningar á þáttaröðinni Réttur 3 sem Baldvin Z leikstýrir og Sagafilm framleiðir. Baldvin er í viðtali við Drama Quarterly þar sem hann fer yfir tilurð verksins og vinnuna.

Kjartan Þór Þórðarson hjá Sagafilm Nordic: Ísland ekki lengur okkar aðal markaður

Kjartan Þór Þórðarson forstjóri Sagafilm Nordic ræddi nýlega við Drama Quarterly um þá ákvörðun fyrirtækisins að setja upp starfsstöð í Stokkhólmi, stöðuna í norrænu sjónvarpsefni og verkefnin framundan hjá fyrirtækinu.

Tökur hafnar á þriðju þáttaröð „Réttar“

Tökur hófust í gær á þriðju umferð þáttaraðarinnar Réttur. Baldvin Z leikstýrir eftir handriti Þorleifs Arnarssonar og Andra Óttarssonar. Sagafilm framleiðir en um 200 leikarar og fimmtíu manna tökulið vinnur að verkefninu. Tökur standa fram í júlí.

Baldvin Z stýrir „Rétti 3“

Þriðja serían af sakamálaþáttunum Réttur hefst á Stöð 2 í haust og mun Baldvin Z leikstýra þáttunum. Handritið skrifa þeir Þorleifur Örn Arnarson og Andri Óttarsson. Sagafilm framleiðir.

„Ástríður“ tilnefnd til Prix Europa verðlaunanna

Sjónvarpsserían Ástríður 2 er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa sem er stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. Þáttaröðin er framleidd af Sagafilm fyrir Stöð 2.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR