Sölufyrirtækið Red Arrow selur „Rétt“ á heimsvísu

Úr Rétti 3, sem sýnd verður á Stöð 2 í haust.
Úr Rétti 3, sem sýnd var á Stöð 2 í haust.

Þýska sölufyrirtækið Red Arrow International mun annast alþjóðlega sölu á þáttaröðinni Réttur 3 sem Sagafilm framleiðir og Baldvin Z leikstýrir. Sýningum á þáttaröðinni er nýlokið á Stöð 2.

Þáttaröðin, sem telur alls 9 þætti, er skrifuð af Andra Óttarssyni og Þorleifi Erni Arnarsyni.

Red Arrow fer bæði með sölu á þáttaröðinni sjálfri sem og endurgerðarrétti. Fyrirtækið hefur einnig í sölu tvær fyrri seríurnar af Rétti. Tekið skal fram að nýjasta þáttaröðin ber heitið Case á ensku en fyrri seríurnar kallast The Court.

Sjá nánar hér: Red Arrow accepts Icelandic Case

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR