Bara einn er einum of mikið

samgongustofa

Ný auglýsing um áfengisnotkun frá leikstjóradúettinum Sam&Gun (Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson) með tónlist Ólafs Arnalds og Don Pedro vekur athygli.

Auglýsingin er framleidd af True North/Hvíta húsinu fyrir Samgöngustofu og Vínbúðina.

Tilefnið er nýleg könnun sem sýnir að einn af hverjum þremur Íslendingum telur í lagi að setjast undir stýri eftir einn drykk.

Skemmst er að minnast annarrar auglýsingar tvíeykisins sem fjallaði um áfengismisnotkun á áhrifaríkan hátt, sjá hér.

Ólafur Arnalds og Don Pedro (Medialux)  byggðu á lagi Irving Berlin, Cheek to Cheek (Kinn við kinn) og fengu söngkonu Hjaltalín Sigríði Thorlacius til liðs við sig.

Árangurinn má sjá og heyra hér fyrir neðan.

Sjá nánar hér: One drink is one too many.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR