Heim Auglýsingar Bara einn er einum of mikið

Bara einn er einum of mikið

-

samgongustofa

Ný auglýsing um áfengisnotkun frá leikstjóradúettinum Sam&Gun (Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson) með tónlist Ólafs Arnalds og Don Pedro vekur athygli.

Auglýsingin er framleidd af True North/Hvíta húsinu fyrir Samgöngustofu og Vínbúðina.

Tilefnið er nýleg könnun sem sýnir að einn af hverjum þremur Íslendingum telur í lagi að setjast undir stýri eftir einn drykk.

Skemmst er að minnast annarrar auglýsingar tvíeykisins sem fjallaði um áfengismisnotkun á áhrifaríkan hátt, sjá hér.

Ólafur Arnalds og Don Pedro (Medialux)  byggðu á lagi Irving Berlin, Cheek to Cheek (Kinn við kinn) og fengu söngkonu Hjaltalín Sigríði Thorlacius til liðs við sig.

Árangurinn má sjá og heyra hér fyrir neðan.

Sjá nánar hér: One drink is one too many.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.