Gagnrýni | Tvö líf (Zwei leben)

Úr Zwei leben (Tvö líf) opnunarmynd Þýskra kvikmyndadaga 2014.
Úr Zwei leben (Tvö líf) opnunarmynd Þýskra kvikmyndadaga 2014.
[column col=“1/2″][message_box title=“BÍÓ PARADÍS | Tvö líf (Zwei leben)“ color=“gray“] [usr 2] Leikstjórar: Georg Maas & Judith Kaufmann
Handrit: Georg Maas o.fl.
Aðalhlutverk: Juliane Köhler, Liv Ullmann, Sven Norden, Julia Bache-Wiig, Ken Duken, Klara Manzel og Vicky Krieps
Lengd: 97 mín.
Þýskaland, 2013
SÝND Á ÞÝSKUM KVIKMYNDADÖGUM 2014
[/message_box][/column]Það eru til ótal formúlur í bíóbransanum – og þær eru ekkert allar í Hollywood. Stundum gera Evrópumenn líflegri Hollywood-myndir en Hollywood sjálf (Intouchables er gott dæmi um það) og svo er Evrópu-blockbusterinn merkilegt fyrirbæri. Hann er oftast einhvern veginn svona: Alvarlegra umfjöllunarefni en í Hollywood, eldri áhorfendahópur og meira drama – en þetta er allt alveg jafn fyrirsjáanlegt.

Formúlur þurfa ekki endilega að vera bragðvondar uppskriftir og það eyðileggur ekki endilega bíómyndir að vera fyrirsjáanlegar. En stærsti gallinn við Tvö líf (Zwei leben) er að hún er svo mekanísk – það liggur við að maður sjái strengina þegar handritshöfundurinn lætur aðalpersónurnar tala sig í gegnum næstu stóru uppljóstrun. Þetta eru pappírspersónur þótt þær séu flestar ágætlega leiknar – þótt aðalleikkonan missi tengslin við persónuna þegar hún verður of fjarstæðukennd undir lokin. Liv Ullman nær hins vegar að gæða myndina örlítilli sál sem ættmóðirin og Sven Nordin er notalega bangsalegur sem grunlausi eiginmaðurinn. Svo eru Stasi-mennirnir skemmtilega grámyglulegir á köflum.

[quote align=“right“ color=“#999999″]Efniviðurinn er nefnilega andskoti forvitnilegur. Hálf-þýsk börn sem voru tekin af norskum konum í heimsstyrjöldinni, vondir Stasi-menn og óheppnir njósnarar, fortíðarleyndarmál og fleira spennandi. En vandinn er bara að þetta virkar aldrei lífrænt.[/quote]Efniviðurinn er nefnilega andskoti forvitnilegur. Hálf-þýsk börn sem voru tekin af norskum konum í heimsstyrjöldinni, vondir Stasi-menn og óheppnir njósnarar, fortíðarleyndarmál og fleira spennandi. En vandinn er bara að þetta virkar aldrei lífrænt – þetta er meira eins og að horfa á einhvern leysa frekar auðvelda krossgátu fyrir þig en að horfa á fiman leikstjóra fletta ofan af marglaga laukum flókinnar tilveru.

Myndin heldur manni vissulega alveg og það er gaman að virða fyrir sér falleg norsk bæjarstæði – en því miður eru þau bakgrunnur fyrir lapþunna bíómynd og lélegustu Pótemkin/The Untouchables stælingu kvikmyndasögunnar, atriði sem var fyrst og fremst sóun á góðum barnavagni.

Ásgeir H. Ingólfsson
Ásgeir H. Ingólfsson
Ásgeir H. Ingólfsson er blaðamaður og gagnrýnandi.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR