Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís 20.-30. mars

Frá opnun Alþjóðlegrar barnamyndahátíðar í Bíó Paradís í fyrra.
Frá opnun Alþjóðlegrar barnamyndahátíðar í Bíó Paradís í fyrra.

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík er nú haldin í Bíó Paradís í annað sinn. Sýndar verða áhugaverðar myndir um allt milli himins og jarðar. Leiknar myndir, teiknimyndir, heimildamyndir og stuttmyndir fyrir börn á öllum aldri auk sérviðburða í tengslum við hátíðina.

Að þessu sinni verða 8 nýjar barnakvikmyndir sýndar auk fjögurra erlendra og íslenskra stuttmyndapakka sem hver og einn er sérsniðinn að ólíkum aldurshópum.

barnamyndahátíð 2014 posterOpnunarmynd hátíðarinnar að þessu sinni er hin stórskemmtilega ofurhetjumynd Antboy (2013) eftir Ask Hasselbalch sem er ein áhugaverðasta barnamynd í Evrópu í dag. Hún hlaut nýlega Róberts verðlaun dönsku kvikmyndaakademíunnar 2014 sem besta barnamyndin. Leiklesari aðalpersónunnar Palla er Ágúst Örn Wigum sem tilnefndur var til Eddu verðlaunanna 2014 og verður hann viðstaddur opnun Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar þar sem gestum gefst færi á að spyrja hann út í leikaralífið eftir sýningu myndarinnar.

Fyrir yngstu kynslóðina verður skygnst inn í vináttu félaganna Andra og Eddu (Karsten og Petra blir bestevenner – 2013) eftir Arne Lindtner Næss en bangsar þeirra Andra og Eddu, ljónsunginn og fröken kanína, eru búin að koma sér vel fyrir í Bíó Paradís og verða á vappinu yfir hátíðina.

Á meðal sérviðburða mun heillandi heimur Manga hryllingsmynda opnast upp fyrir unglingunum í hinni sígilduVampire Hunter D: Bloodlust (2000) eftir Yoshiaki Kawajiri.

Kvikmyndatækni 19 aldarinnar, verður til sýnis á meðan hátíðinni stendur þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að skoða undur Camera obscura. Þar munu kvikmyndabrot úr fórum Kvikmyndasafns Íslands sem aldrei hafa komið fyrir auglit almennings verða sýnd. Þetta er með fyrstu viðburðum þar sem Camera Obscura er notuð og í fyrsta skipti fyrir börn. Klassíkin er einnig ekki langt undan en The Kid eftir Charlie Chaplin mun gleðja áhorfendur auk þess sem perla Fred Neymeyer Safety last! verður sýnd við lifandi píanó undirleik 30. mars.

Þá munu þeir Sveppi og Villi kíkja í heimsókn og horfa á klassísku myndina The Goonies með áhorfendum með hljóðnema í hönd.

Nánari upplýsingar um myndirnar má sjá hér: Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík.

Sýningartíma má sjá hér: Sýningartímar Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar 2014

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR