Ís, eldur og draugar fortíðar í væntanlegri þáttaröð Baltasars

Baltasar-Kormákur-2014
Baltasar mun framleiða sjónvarpsþáttaröðinu Kötlu.

RVK Studios mun framleiða tíu þátta seríu sem kallast Katla og verður sýnd á Stöð 2. Hér er á ferðinni spennuþáttaröð með mystísku ívafi um unga björgunarsveitakonu sem tekst á við drauga fortíðar í miðjum langvarandi nátturuhamförum. Sögusviðið er jöklar, eldfjöll og hálendi Íslands.

Baltasar Kormákur og Magnús Viðar Sigurðsson framleiða ásamt Stöð 2. Handritið skrifa Sigurjón Kjartansson, Ólafur Egilsson og Guðmundur Oddur Magnússon. Áætlað að tökur hefjast vorið 2016.

Katla mun vera umfangsmesta framleiðsluverkefni Stöðvar 2 frá upphafi. Ísland í dag ræddi við Baltasar af þessu tilefni og má sjá viðtalið hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR