Upptökur hafnar á “Ísland got talent”

Auðunn Blöndal er kynnir þáttarins.

Auðunn Blöndal er kynnir þáttarins.

Upptökur á Ísland Got Talent hófust fyrr í þessari viku í Austurbæ. Um er að ræða viðamestu sjónvarpsupptökur sem Stöð 2 hefur farið í frá upphafi. Í þessari fyrstu umferð taka 120 atriði þátt þar sem fram koma 200 einstaklingar ásamt 80 fylgdarmönnum.

“Verkefnið er samstarfsverkefni RVK Studios og framleiðsludeildar Stöðvar 2 þar sem 70 starfsmenn koma að framleiðslu á fyrstu upptökudögunum.  Undanfarin misseri hefur Stöð 2 verið að uppfæra og keypt nýjan tækjabúnað fyrir framleiðslu stöðvarinnar og þetta er fyrsta stóra verkefni nýs útsendingarbíls Stöðvar 2 sem samanstendur af 8 HD myndavélum ásamt 8 öðrum HD myndavélum víðsvegar um húsið,” segir Gísli Berg framleiðslustjóri Stöðvar 2.

Vísir segir frá, sjá nánar hér: Vísir – Víðamestu upptökur Stöðvar 2 frá upphafi.

Athugasemdir

álit

Tengt efni