spot_img

„Fegurðin mikla“ sigursæl á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum

Handhafar Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna á sviðinu í Berlín í gærkvöldi.
Handhafar Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna á sviðinu í Berlín í gærkvöldi.

La Grande Bellezza (Fegurðin mikla) eftir ítalska leikstjórann Paolo Sorrentino var sigursæl á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent voru í Berlín í gærkvöldi. Myndin hlaut alls fern verðlaun, besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari og besta klipping. Myndin  var sýnd í Bíó Paradís snemma í haust og hér er að finna umsögn Atla Sigurjónssonar gagnrýnanda Klapptrés um hana.

Den skaldede frisör (Love is All You Need) eftir Susanne Bier var valin besta gamanmyndin. Myndin var sýnd hér á landi í fyrra í tengslum við heimsókn Bier hingað til lands á vegum RIFF.

Þýska myndin Oh Boy, sem einnig var sýnd í Bíó Paradís í haust, sjá umsögn okkar hér) hlaut uppgötvunarverðlaunin.

Veerle Baetens var valin besta leikkonan fyrir The Broken Circle Breakdown, sem enn má sjá í Bíó Paradís.

Sjá heildarlista verðlaunahafa hér: European Film Academy : THE 26th EUROPEAN FILM AWARDS: WINNERS.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR