spot_img

Þáttaröðin REYKJAVIK FUSION frá ACT4 í tökur síðsumars, ARTE og Stöð 2 sýna

Arte mun sýna þáttaröðina Reykjavik Fusion, sem er fyrsta verkefnið sem fer í tökur hjá ACT4. Variety skýrir frá.

Þáttunum verður dreift á alþjóðavettvangi af Wild Sheep Content, undir forystu Erik Barmack, fyrrverandi yfirmanns hjá Netflix.

Arte hefur tryggt sér réttinn á þáttaröðinni fyrir Frakkland og þýskumælandi svæði, en Stöð 2 mun sýna hana á Íslandi.

Reykjavík Fusion segir frá hæfileikaríkum matreiðslumanni sem reynir að hreinsa nafn sitt og endurheimta traust fjölskyldu sinnar eftir að hafa setið saklaus inni. Þegar samfélagið snýr baki við hinum dæmda, grípur hann til þess örþrifaráðs að þiggja vafasama peninga til að setja upp fínan veitingastað og reka þaðan peningaþvætti til að borga til baka. Þetta setur ekki aðeins skilorðið í hættu heldur einnig líf hans og þeirra sem honum er annt um.

Hörður Rúnarsson er yfirhöfundur og skrifar handrit í samvinnu við Jónas Margeir Ingólfsson. Gert er ráð fyrir að tökur hefjist síðsumars.

HEIMILDVariety
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR