Gamanþáttaröðin „Þær tvær“ farin í loftið á Stöð 2

Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir eru Þær tvær.
Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir eru Þær tvær.

Grínþættirnir Þær tvær hófu göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi. Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir skrifa handrit og fara með aðalhlutverkin. Jón Grétar Gissurarson leikstýrir.

Þættirnir verða sex talsins, 20 mínútur hver. Víða verður komið við í gríninu og fá þær til liðs við sig ýmsa gestaleikara.

Báðar eru nýútskrifaðar leikkonur, Vala Kristín úr Listaháskóla Íslands og Júlíana Sara úr breskum leiklistarskóla.

Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR