[Stikla] Þáttaröðin VEGFERÐ frumsýnd á Stöð 2 um páskana

Þáttaröðin Vegferð í leikstjórn Baldvins Z verður frumsýnd á Stöð 2 um páskana. Stikla verksins hefur verið opinberuð.

Vísir segir frá:

Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson fara með aðalhlutverk í þáttunum.

Vegferð fjallar um ferðalag þeirra tveggja um Ísland en það tekur óvænta stefnu sem reynir á vináttu þeirra og neyðir þá til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt.

Baldvin Z þáttunum leikstýrir þáttunum og Glassriver framleiðir en tökur á þeim hófust síðasta sumar. Handrit þáttanna er eftir Víking Kristjánsson, tónlist eftir Birgi Tryggvason og Helga Rós V. Hannam sér um búninga.

HEIMILDVísir
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR