HeimEfnisorðVegferð

Vegferð

Þáttaröðin VEGFERÐ: Uppgjör við karlmennskuna á hringferð um Vestfirði

Gamanþættirnir Vegferð hófu göngu sína á Stöð 2 um páskana. Þar leika þeir Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson vini sem neyðast til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt á ferðalagi um Vestfirði. Glassriver framleiðir þættina fyrir Stöð 2 og Baldvin Z leikstýrir. Menningin á RÚV fjallaði um þættina.

Þessi verk eru væntanleg 2021

Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.

Allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir teknar upp á árinu

Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.

Viðhorf | Þegar íslenska alþýðukómedían sneri aftur

Útlit er fyrir að 2020 verði ár gríns og glens í íslenskum kvikmyndum og þáttaröðum og veitir kannski ekki af á þessum síðustu og verstu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR