Björn Hlynur um „Blóðberg“: Það er aldrei rétti tíminn til þess að segja frá leyndarmálum

Björn Hlynur Harladsson leikstjóri og handritshöfundur Blóðbergs. Mynd: Vísir/Vilhelm.
Björn Hlynur Harladsson leikstjóri og handritshöfundur Blóðbergs. Mynd: Vísir/Vilhelm.

Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar verður forsýnd á Stöð 2 á páskadag en kemur svo í kvikmyndahús þann 10. apríl. Björn Hlynur ræðir um myndina í viðtali við Fréttablaðið.

Úrdrattur úr viðtalinu:

Hugmyndin að Blóðbergi hefur lengi verið að gerjast með Birni Hlyni og hann byrjaði að vinna með grunnstef sögunnar fyrir um tíu árum. „Fyrsta form þessarar sögu birtist í leikritinu Dubbeldusch sem við hjá Vesturporti frumsýndum í samstarfi við LA á sínum tíma.

Magnús Geir var þá enn leikhússtjóri hjá LA og hvatti mig áfram til þess að skrifa og koma þessari sögu frá mér. Þegar ég fór svo að láta á það reyna að skrifa kvikmyndahandrit þá æxlaðist það þannig að þessi saga kom aftur til mín.

Fyrst skrifaði ég handrit sem byggir á bókinni Bæjarins verstu eftir Hrein Vilhjálmsson. Hann var útigangsmaður til margra ára sem náði svo að verða edrú og skrifaði þessa mögnuðu bók um sína lífsreynslu. Vandinn er að Bæjarins verstu nær yfir nokkra áratugi og slíkar myndir eru mun dýrari í framleiðslu en samtímasögur. Það fór því þannig að Dobbeldusch kom aftur til mín sem einföld og sterk samtímasaga sem mér finnst eiga mikið erindi í dag.“

Sjá viðtalið allt hér: Vísir – Það er aldrei rétti tíminn til þess að segja frá leyndarmálum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR