Jón Gnarr um „Borgarstjórann“: Með hnút í maganum yfir svona körlum

Aðstandendur Borgarstjórans.

Jón Gnarr ræðir um þáttaröð sína Borgarstjórann við Mbl.is. Hann segir karla komast upp með ótrú­leg­ustu hluti og að sam­fé­lagið sé fullt af ósnert­an­leg­um körl­um sem geta ekki neitt.

Marta María Jónasdóttir ræðir við Jón og þar kemur meðal annars þetta fram:

Borg­ar­stjór­inn fór hægt af stað en í síðustu viku fóru leik­ar að hress­ast. Þegar Jón er spurður út í þetta seg­ist hann hafa hugsað þætt­ina sem rúss­íbanareið.

„Borg­ar­stjór­inn fer ró­lega í byrj­un, ró­lega upp og svo pomp­ar hann niður og fer aðeins á hvolf,“ seg­ir Jón og hlær.

Þegar hann er spurður að því hvort áhorf­and­inn eigi eft­ir að sitja stjarf­ur ját­ar hann að það gæti mögu­lega gerst.

„Mér finnst vand­ræðagang­ur og leiðindi svo spaugi­leg. Flest­um finnst svona aðstæður óþægi­leg­ar og þvingaðar en mér finnst þær fyndn­ar. Það er þessi yf­ir­vegaði og skipu­lagði raun­veru­leiki borg­ar­stjór­ans sem geng­ur all­ur úr skorðum. Borg­ar­stjór­inn er nátt­úr­lega svona stjórn­laus per­sóna sem er al­ger­lega haldið utan um af Dúdda aðstoðar­mann­in­um (sem leik­inn er af Pétri Jó­hanni Sig­fús­syni innsk.blm). Dúddi er svona um­sjón­ar­maður­inn hans, hann sér um hann. Mér finnst Pét­ur Jó­hann stór­kost­leg­ur í þessu hlut­verki. Mér finnst svo gam­an að hafa hann með mér í þessu verk­efni,“ seg­ir Jón.

Talið berst af körl­um og ját­ar Jón að hann sé nú ekki svo óvan­ur því að leika ljóta og leiðin­lega karla. Hann seg­ir jafn­framt að Pét­ur Jó­hann sýni á sér nýja hlið sem leik­ari og það gleðji hann mjög.

„Pét­ur Jó­hann er mjög sann­fær­andi sem spindoktor­inn Dúddi. Það á eft­ir að koma bet­ur í ljós í þátt­un­um. Þegar þarf að redda hlut­un­um þá er Dúddi til taks,“ seg­ir hann.

Borg­ar­stjór­inn í þátt­un­um þráir bara tvennt í líf­inu; að fá stór­an jeppa og eign­ast góða konu. Þegar ég spyr Jón að því hvort þetta sé upp­skrift flestra að góðu lífi seg­ist hann þekkja marga sem þrá þetta tvennt.

„Marg­ir menn fara nú ekki fram á neitt mikið meira,“ seg­ir hann og hlær og bæt­ir við: „Það eru því miður allt of marg­ir sem fara á mis við það. Borg­ar­stjór­inn er maður sem hef­ur ekki tek­ist að festa sig í sam­bandi við eina konu og eins og ég hugsa hann, ímynda mér, þá er hann að berj­ast við fíkn. Ég held að þetta sé ástæðan fyr­ir því að hon­um líður ekki nógu vel. Þetta er ákveðin fíkni hugs­un að van­líðan þín sé ytri aðstæðum að kenna. Betri bíll myndi fylla þig ör­yggis­kennd. Þetta er svo­lítið heim­speki vest­ræns sam­fé­lags. Svona er neyslu­hyggj­an,“ seg­ir hann.

Í Borg­ar­stjór­an­um fá áhorf­end­ur inn­sýn í heim emb­ætt­is­manna­kerf­is­ins. Þegar ég spyr Jón hvort hinn venju­legi borg­ari muni tengja við þetta seg­ist hann ekki hafa nein­ar áhyggj­ur af því.

„Venju­legt fólk mun al­veg ná djók­inu. Ég hef borið gæfu til að fá fólk til að ná djók­inu. Það tek­ur stund­um smá tíma – fólk nær djók­inu stund­um ekki al­veg í fyrsta. Ég hafði áhyggj­ur af þessu þegar við gerðum Næt­ur­vakt­ina. En svo er það þannig að þegar maður er að gera grín að erkitýp­um sem við könn­umst öll við úr okk­ar eig­in líf þá finnst fólki það fyndið. Þess­ar per­són­ur eru ekk­ert fjarri raun­veru­leik­an­um. Svona karl­ar eru víða. Það sem mig langaði til að gera er að nýta mína reynslu af því hvernig stjórn­sýsl­an virk­ar því ég hef inn­sýn. Þessi teg­und af sjón­varpsþátt­um gæti flokk­ast sem skemmt­un en líka sem inn­sýn og upp­lýs­ing­ar.“

„Þá fór­um við Dag­ur B. Eggerts­son og átt­um fund með nem­anda­fé­lög­um fram­halds­skól­anna og vor­um að reyna að átta okk­ur á því hvernig við gæt­um fengið ungt fólk til að sýna stjórn­mál­um meiri áhuga. Það er staðreynd að út­lensk­ir þætt­ir sem ger­ast í stjórn­mála­heim­um hafa notið mik­illa vin­sælda eins og Hou­se of Cards og þetta var ákveðin leið til að gera slíka teg­und af ís­lensk­um þátt­um.“

Hvaða kikk færðu út úr því að vera borg­ar­stjór­inn eins og hann er í þátt­un­um?

„Æji, ég veit það ekki. Ég hef svo oft horft á þessa menn og með hnút í mag­an­um því ég verð svo vand­ræðal­eg­ur. Þetta er mjög sér­stakt. Þegar ég skrifaði þætt­ina þá fór ég í gegn­um ákveðnar upp­lif­an­ir en þegar kom að því að leika karl­inn og gera þetta sem hann ger­ir þá fór ég í gegn­um ann­an til­finn­ingaskala. Sumt af því fannst mér veru­lega óþægi­legt eins og til dæm­is sjálf­hverf­an hans. Ég átti mjög erfitt með það. Þegar ég var að vinna í fjórða þætt­in­um (sem synd­ur verður í kvöld innsk.blm) átti ég erfitt með að horfa á það. Mér varð virki­lega flök­urt. Ég fæ lík­am­leg van­líðun­ar­ein­kenni hvernig hann kem­ur fram við kon­ur. Mér fannst það mjög óþægi­legt. Síðan er annað í þessu sem er per­sónu­leg áskor­un fyr­ir mig og það er að leika út­gáfu af ein­hverju sem ég var. Það er mjög sér­stakt. Ég var í þessu. Þetta er ákveðið starf sem fáir upp­lifa að vinna og ég fékk að kynn­ast því og leik út­gáfu af manni sem er að gera ná­kvæm­lega það sama. Sem leik­ari er ég met­hod leik­ari. Ég reyni að vera það sem ég er að leika. Þetta var samt ekki eins erfitt og að vera Georg Bjarn­freðar­son því hann var svo nei­kvætt innstillt­ur. Ég hef talað um það að þegar ég var heima hjá mér og æfa og ég var far­inn að tala við alla fjöl­skyld­una eins og Georgo Bjarn­freðar­son. Þegar ég var spurður  ein­hver vildi fara í bíó þá þurfti fjöl­skyld­an mín  að stoppa mig því ég talaði eins og Georg. Þau spurðu hvort þau gætu losnað við Georg Bjarn­freðar­son út af heim­il­inu. Það er erfitt að leika ill­menni sem er alltaf vond­ur og leiðin­leg­ur við alla,“ seg­ir Jón.

Jón seg­ir að Borg­ar­stjór­inn sé ekki ill­menni held­ur mann­leysa.

„Hann er svona mann­leysa sem laf­ir uppi og ég hef oft velt fyr­ir mér með svona karla sem lenda á ákveðnum stað í til­ver­unni, það er al­veg sama hvað þeir eru van­hæf­ir og dis­funkti­onal. Það fer alltaf vel fyr­ir þeim,“ seg­ir Jón.

Þegar við ræðum þetta bet­ur seg­ir hann að þetta hafi heil­mikið með okk­ur sjálf að gera.

„Það er eitt­hvað við svona karla sem okk­ur finnst sjarmer­andi. Við þekkj­um þetta í okk­ar eig­in körl­um. Körl­un­um okk­ar. Við þekkj­um öll karl­inn sem kann ekki að sjóða kart­öfl­ur og þurfti að fá annað fólk til að gera það fyr­ir sig. Á ein­hvern hátt skilj­um við þá og þykir vænt um þá. Ég hef verið að tak­ast á við þetta í mín­um verk­um. Því þetta þema er mér hug­leikið. Þegar ég var krakki horfði ég á pabba minn og hugsaði „verð ég svona karl einn dag­inn?“,“ seg­ir hann og bros­ir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR