Aðsókn | Yfir tólf þúsund gestir á „Grimmd“

grimmd2Grimmd Antons Sigurðssonar situr nú í fimmta sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir þriðju sýningarhelgi og hefur fengið yfir tólf þúsund gesti.

1,033 manns sáu myndina um helgina en alls 5,142 í vikunni. Heildargestafjöldi nemur því nú 12,178 gestum.

Eiðurinn Baltasars Kormáks er áfram í tíunda sæti aðsóknarlistans. Alls sáu hana 415 manns yfir vikuna. Samtals hafa því 38,790 séð myndina.

Child Eater Erlings Óttars Thoroddsen er sýnd í Bíó Paradís. 208 manns sáu myndina í vikunni og heildarfjöldi gesta er 409 manns eftir aðra sýningarhelgi.

1,726 gestir hafa nú séð Innsæi eftir Hrund Gunnsteinsdóttur og Kristinu Ólafsdóttur eftir fjórðu sýningarhelgi.

572 hafa séð Ransacked eftir Pétur Einarsson að lokinni fjórðu sýningarhelgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 31. október til 6. nóvember 2016

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
3Grimmd5,14212,178
9Eiðurinn41538,790
4Innsæi2101,726
3Ransacked125528
2Child Eater69572
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR