[Plakat] Heimildamyndin “Svarta gengið” frumsýnd 12. nóvember

Svarta gengið plakatHeimildamyndin Svarta gengið eftir Kára Schram – saga um ást, dauða, bónda og fé – verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 12. nóvember.

Í myndinni er fjallað um Þorbjörn Pétursson fjárbónda og einsetumann að Ósi í Arnarfirði sem þurfti að bregða búi vegna slits og veikinda. Í kjölfarið neyddist hann til að fella allt sitt sauðfé. Þar á meðal var fjárhópur sem Þorbjörn kallaði Svarta gengið og hafði alið sérstaklega. Svarta gengið stóð honum mjög nærri og ekki kom til greina að senda það í sláturhús.

Í kjölfarið ákvað Þorbjörn að heiðra minningu mállausra vina sinna með þeim hætti sem honum fannst við hæfi. Að jarðsetja þær heima og reisa yfir þær einstakan minnisvarða. Jafnframt sótti hann um leyfi yfirvalda til að fá að hvíla við hlið þeirra að Ósi við Arnarfjörð.

Tónlist gerir Friðjón Guðlaugsson og grafík Elísa Björk Schram. Kári Schram stýrir, skrifar handrit, klippir og framleiðir.

Athugasemdir

álit

Um höfundinn
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

Tengt efni