Heim Aðsóknartölur Aðsókn | "Grimmd" nálgast tuttugu þúsund gesti

Aðsókn | „Grimmd“ nálgast tuttugu þúsund gesti

-

Margrét Vilhjálmsdóttir fer með annað aðalhlutverkið í Grimmd eftir Anton Sigurðsson.
Margrét Vilhjálmsdóttir fer með annað aðalhlutverkið í Grimmd eftir Anton Sigurðsson.

Grimmd Antons Sigurðssonar nálgast tuttugu þúsund gesti eftir sjöttu sýningarhelgi og Eiðurinn Baltasars Kormáks hefur nú fengið yfir 41 þúsund gesti eftir 12 vikur.

ATHUGIÐ: Til frekari glöggvunar á þróun aðsóknar mun Klapptré eftirleiðis einnig birta sérstakan dálk sem sýnir stöðu heildaraðsóknar viðkomandi myndar eins og hún stóð viku fyrr.

1,563 sáu Grimmd í vikunni. Heildargestafjöldi nemur nú 19,405 gestum eftir sex vikur.

Eiðinn sáu 990 manns í vikunni. Samtals hafa 41,020 séð myndina eftir 12 vikur.

Heimildamyndina Baskavígin sáu 335 manns í vikunni. Alls hafa 605 manns séð myndina eftir aðra sýningarhelgi.

125 sáu heimildamyndina Rúntinn I eftir Steingrím Dúa Másson, sem frumsýnd var um helgina.

44 gestir sáu Innsæi í vikunni. Alls hafa 1,988 gestir hafa séð myndina eftir áttundu sýningarhelgi.

36 sáu heimildamyndina Svarta gengið í vikunni. Alls hafa 322 séð myndina eftir þrjár helgar í sýningu.

Aðsókn á íslenskar myndir 21.-27. nóvember 2016

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
6Grimmd1,56319,40517,842
12Eiðurinn99041,02040,030
2Baskavígin335605270
Rúnturinn I125125-
7Innsæi441,9881,944
3Svarta gengið36322286
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.