Heim Bransinn Samkeppnin á íslenskum fjölmiðlamarkaði er alþjóðleg, segir Ari Edwald

Samkeppnin á íslenskum fjölmiðlamarkaði er alþjóðleg, segir Ari Edwald

-

Ari Edwald forstjóri 365.
Ari Edwald forstjóri 365.

DV heldur því fram að áskrifendur Stöðvar 2 séu á bilinu 23-27 þúsund og áskrifendur Skjásins í kringum 23 þúsund. Þá segir miðillinn að um 17% þjóðarinnar séu áskrifendur að Netflix, sem gerir yfir 54 þúsund manns. Rætt er við Ara Edwald, forstjóra 365.

Aðspurður um hvort aukning í notkun Netflix komi sér illa fyrir Stöð 2 segir Ari Edwald, forstjóri 365: „Við getum ekki mælt það nákvæmlega en auðvitað má gera því skóna að þetta komi niður á okkur. Þarna eru áskriftir, 20 þúsund plús eða mínus, sem eru raunveruleg samkeppni á markaðnum sem hefur raunveruleg áhrif á heildarmyndina. Við höfum hins vegar brugðist við þessari samkeppni af fullri hörku. Það er ekkert annað við þessu að gera en að reyna bara að vera betri. Samkeppnin á fjölmiðlamarkaði á Íslandi í dag er alþjóðleg, yfirvöld þurfa að gera sér grein fyrir því. Fjölmiðlamarkaðurinn hefur gjörbreyst af því internetið hefur engin landamæri. Það gengur ekkert að greina fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi þannig að það séu bara RÚV, Stöð 2 og Skjárinn á staðnum.“

Sjá nánar hér: 365 bregst við samkeppni „af fullri hörku“ – DV.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.