[Stikla] Heimildamyndin DAGURINN ÞEGAR ÍSLAND STÖÐVAÐIST heimsfrumsýnd á Hot Docs

Heimildamyndin Dagurinn þegar Ísland stöðvaðist (The Day Iceland Stood Still) verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Hot Docs í Kanada 29. apríl.

Myndin segir frá kvennaverkfallinu 24. október 1975, þegar 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf og sýndu mikilvægi sitt í íslensku atvinnulífi.

Leikstjóri er Emmy-verðlaunahafinn Pamela Hogan og er myndin gerð í samstarfi við Hrafnhildi Gunnarsdóttur framleiðanda.

Hot Docs fer fram 25. apríl til 5. maí í Toronto í Kanada og er stærsta heimildamyndahátíð Norður-Ameríku.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR