Heimildamyndin Atomy eftir Loga Hilmarsson verður frumsýnd í Bíó Paradís 25. janúar.
Myndin fjallar um listamanninn Brand Karlsson sem er með lamaða fótleggi og handleggi. Hann gengur í gegnum sársaukafullar æfingar skipulagðar af mjög svo óhefðbundnum heilara. Meðferðin gæti gefið honum líkama sinn til baka.