[Stikla] Heimildamyndin DRAUMAR, KONUR & BRAUÐ frumsýnd 20. apríl

Þetta er frumraun Sigrúnar Völu Valgeirsdóttur og Svanlaugar Jóhannsdóttur og dansar á línu heimildamyndar og leikinnar bíómyndar.

Í tilkynningu frá framleiðendum segir að Draumar, konur & brauð fjalli um drauma og dagdrauma kvenna sem reka kaffihús á landsbyggðinni. Svana, listakona (Svanlaug Jóhannsdóttir) og Agnes, líffræðingur (Agnes Eydal), fara óvænt saman í hringferð um Ísland. Svana leitar leiða til að bjarga listamannsferli sínum en Agnes þarf að sækja dýrmætt uppsjávarsýni í Neskaupstað. Róstur listakonunnar og kæruleysi kemur Agnesi í vanda sem hún leysir að lokum á máta sem henni hefði ekki hugkvæmst að hún ætti til. Áhorfandinn er tekinn með í ævintýralegt ferðalag um Ísland þar sem hlýlegur húmor og töfrandi tónlist tvinnast við ferðalag tveggja kvenna, þjóðsögur og minni í anda töfraraunsæis.

Sigrún og Svanlaug skrifa handrit og leikstýra. Sigrún nam heimildamyndagerð í Prag, en Svanlaug hefur meðal annars skrifað leikritið Í hennar sporum og sett upp í Tjarnarbíói.

Lena Naassana og Jón Már Gunnarsson stýrðu kvikmyndatöku en Jón Már sér jafnframt um brellur. Lína Thoroddsen er klippari. Agnar Már Magnússon semur stefin og jafnframt á Una Stefánsdóttir tvö frumsamin lög í myndinni.

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl er listrænn stjórnandi. Sif Benedicta og Svanlaug Jóhannsdóttir sjá um búninga. Ljósahönnun er í höndum Mena Assads. Aðstoðartökumenn eru Basseem El-Kashif, Sigurvin Eðvarðsson, Árni Gylfason, Birta Rán Björgvinsdóttir og Bjarki Steinn Pétursson. Aðstoðarleikstjórar eru Kristín Erna Arnardóttir og Telma Huld Jóhannesdóttir. Þurý Bára Birgisdóttir er hljóðkona á setti en Petar Mrdjen hljóðhönnuður annast hljóðblöndun. Litaleiðrétting er í höndum Jóns Más Gunnarssonar.

Gant Rouge Films framleiðir, ásamt Kristínu Ernu Arnardóttur, Agnesi Eydal og Svanlaugu Jóhannsdóttur. Meðframleiðendur eru Carolina Salas og Mika Johnson.

Stikluna má skoða hér.

Draumar, konur & brauð T 22 cast

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR