Aðsókn | „Undir trénu“ komin með um fjörtíu þúsund gesti eftir átta vikur

Björn Stefánsson í Rökkri.

Tæplega 40.000 gestir hafa nú séð Undir trénu eftir áttundu sýningarhelgi. Rökkur opnar í 7. sæti.

Rökkur Erlings Óttars Thoroddsen opnar í 7. sæti en alls hafa 866 manns séð hana að meðtöldum forsýningum.

Heimildamyndin 690 Vopnafjörður var frumsýnd um helgina og sáu hana 288 manns.

Undir trénu er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans en en heildarfjöldi gesta nemur nú 39,880 manns.

Sumarbörn er í 14. sæti en alls hafa 1,347 séð myndina eftir þriðju sýningarhelgi.

318 hafa séð Vetrarbræður eftir fimmtu sýningarhelgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 23.-29. okt. 2017

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
8Undir trénu1,05539,88038,825
Rökkur866 (með forsýningum)866 -
690 Vopnafjörður288 288 -
3Sumarbörn1781,3471,169
5Vetrarbræður24318294
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR