Andlát | Björn Karlsson leikari 1950-2017

Björn Karlsson (fyrir miðju) sem Guðjón Samúelsson í heimildamyndinni Steinarnir tala. Með honum á myndinni eru Jakob Bjarnar Grétarsson (til vinstri) og Daníel Helgason.

Björn Karlsson leikari lést 20. október síðastliðinn eftir skammvinn veikindi. Útför hans fer fram í dag. Hann var fæddur þann 23. janúar 1950 og ólst upp í Reykjavík. Björn starfaði sem leikari hjá Alþýðuleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar auk þess að koma fram í fjölda kvikmynda og sjónvarpsverka.

Meðal bíómynda sem hann lék í má nefna Punktur punktur komma strik (1981), Skytturnar (1987), Magnús (1989), Börn náttúrunnar (1991), Karlakórinn Hekla (1992), Sódóma Reykjavík (1992), Ingaló (1992), Stuttur Frakki (1993), Bíódagar (1994) og Eldfjall (2011).

Þá lék hann einnig í stuttmyndunum Símon Pétur fullu nafni (1988), Virkið (1990), Ráðagóða stelpan (1995) og Viktor (2000).

Í sjónvarpi fór hann með hlutverk í þáttaröðunum Dagvaktin (2008) og Marteinn (2009), sem og heimildamyndunum Steinarnir tala (1988) og Höggið (2014).

Ferilskrá Björns í kvikmyndum og sjónvarpi er hér.

Björn kom einnig við sögu baksviðs í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann sá um leikmuni í ýmsum kvikmyndum og kom að uppsetningu og umbúnaði varðandi sjónvarpsupptökur. Þá var hann sviðsstjóri á Stöð 2 um tíma.

Hann starfaði einnig víða sem kennari og var áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ 2003-2009.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR