Heim Dreifing "Undir trénu" selst víða

„Undir trénu“ selst víða

-

Sigurður Sigurjónsson í Undir trénu.

Undir trénu hefur nú selst víða um heim en í dag var tilkynnt um sölu myndarinnar til átta landa og standa viðræður yfir við fjölda annarra.

Vísir greinir frá:

Eftir að Undir trénu var frumsýnd í Norður-Ameríku á Toronto kvikmyndahátíðinni í byrjun september hefur myndin selst vel víða um heim.

Áður hafði kvikmyndin verið seld til Frakklands og Norðurlandanna auk þess sem hið virta dreifingarfyrirtæki Magnolia tryggði sér réttinn í Norður-Ameríku.

Nú hafa Grikkland, Ástralía, Nýja-Sjáland, Holland, Belgía, Lúxemburg, Kína, Eistland og Litháen bæst við. Viðræður standa enn yfir við fjölda landsvæða og ljóst má vera að fleiri sölusamningar munu bætast við á komandi vikum.

„Það er greinilegt að það eru ekki bara íslenskir áhorfendur sem flykkjast í bíó, því myndin vekur mikla athygli utan landsteinanna og algjörlega frábær viðbrögð sem við höfum verið að fá, sérstaklega í Norður-Ameríku. Hún virðist hitta mjög vel þar,” segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri sem er nýkominn frá Austin, Texas þar sem myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni Fantastic Fest um helgina.

Framundan er ferðalag á tugi kvikmyndahátíða út um allan heim og hefur myndin verið tilnefnd til fjölda virtra verðlauna, t.a.m. í Zürich, Sviss, Hamptons, Bandaríkjunum og Valladolid á Spáni. Þessar hátíðir fara allar fram núna í október.

Undir trénu er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna og hafa um 30 þúsund manns séð hana í íslenskum kvikmyndahúsum síðan hún var frumsýnd í byrjun mánaðar.

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.