spot_img

“Undir trénu” verðlaunuð í Rúmeníu

Sigurður Sigurjónsson í Undir trénu.

Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hlaut aðalverðlaun Anonimul kvikmyndahátíðarinnar sem haldin var við Svartahafið í Rúmeníu um síðastliðna helgi. Verðlaunin voru veitt af áhorfendunum og var Hafsteinn Gunnar viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Þetta eru 8. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Undir trénu opnaði einnig í rúmenskum kvikmyndahúsum um liðna helgi auk þess sem hún var tekin til sýninga í Bretlandi á sama tíma. Gagnrýnendur í Bretlandi eru mjög jákvæðir og fær myndin til að mynda 4 stjörnur í The Independent.

Myndin verður tekin til sýninga í frönskum kvikmyndahúsum fimmtudaginn 16. ágúst.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR