HeimEfnisorðEdda Björgvinsdóttir

Edda Björgvinsdóttir

Þáttaröðin FELIX & KLARA í tökum frá 23. apríl fram í miðjan júlí, Ragnar hefur ekki áhyggjur af framboðsundirbúningi Jóns Gnarr

Þáttaröðin Felix & Klara í leikstjórn Ragnars Bragasonar fer í tökur 23. apríl. Jón Gnarr fer með aðalhlutverk ásamt Eddu Björgvinsdóttur. Ragnar segir Jón vera í hverri senu en hefur engar áhyggjur af verkefnum hans vegna forsetaframboðs.

[Plakat] Gamanmyndin AMMA HÓFÍ með Eddu Björgvins og Ladda frumsýnd 10. júlí

Gamanmyndin Amma Hófí eftir Gunnar Björn Guðmundsson verður frumsýnd þann 10. júlí næstkomandi. Edda Björgvinsdóttir og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) fara með aðalhlutverkin.

Tíu ára afmæli Northern Wave hátíðarinnar

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave fagnar 10 ára afmæli sínu helgina 27.-29. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi. Á hátíðinni verða sýndar rúmar 70 alþjóðlegar og íslenskar stuttmyndir, íslensk tónlistarmyndbönd og blanda af íslenskum og erlendum myndbandsverkum. Edda Björgvinsdóttir leikkona og kollegi hennar Monica Lee Bellais frá Bandaríkjunum, verða heiðursgestir.

Sænskur leikstjóri gerir mynd á íslensku

Tökur standa nú yfir hér á landi á mynd sænska leikstjórans Maximilian Hult, Pity the Lovers. Leikarar eru íslenskir og myndin á íslensku. Myndin er framleidd af Önnu G. Magnúsdóttur og Anders Granström hjá sænska framleiðslufyrirtækinu Little Big Productions í samvinnu við Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur og Friðrik Þór Friðriksson hjá Hughrif. Sömu aðilar gerðu hér kvikmyndina Hemma fyrir nokkrum árum.

„Undir trénu“ fær tæpar tuttugu milljónir frá Norræna sjóðnum

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn veitti á dögunum kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu, 19.4 milljóna króna styrk. Steindór Hróar Steindórsson, Steindi jr., fer með aðalhlutverkið í myndinni.

Leitað leiða til að rétta hlut kvenna

Málstofan Kyn og kvikmyndir fór fram á Jafnréttisþingi á Hótel Hilton Nordica í fyrradag. Staða kvenna í kvikmyndagerð var þar í brennidepli.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR